A A A

Erindisbréf fyrir Lyfjanefnd HSÍ


Samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar þann 28. september 2004


Á Heilbrigðisstofnunni Ísafjarðarbæ skal vera starfandi Lyfjanefnd. Hlutverk nefndarinnar er að:
 1. Hafa eftirlit með að framfylgt sé lögum, reglugerðum og gæðastöðlum um geymslu og meðferð lyfja á stofnuninni.
 2. Viðhalda gæðahandbók um meðferð lyfja á stofnuninni.
 3. Fylgjast með lyfjainnkaupum og lyfjanotkun.
 4. Samræma og einfalda lyfjaval með það að markmiði að veita ætíð eins góða, örugga og hagkvæma lyfjameðferð og tök eru á.
 5. Gefa út og viðhalda lyfjalista á stofnuninni og fylgja honum eftir.
 6. Efla öryggi í lyfjameðferð með aukinni fræðslu og uppýsingagjöf til starfsmanna og sjúklinga.
 7. Hvetja til notkunar á viðurkenndum klínískum leibeiningum um lyfjameðferð sem við eiga og gefnar eru út af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum, eða sjúkrahúsum.
 8. Vera Framkvæmdastjórn HSÍ til ráðgjafar um lyfjamál.
   

Í Lyfjanefnd skulu sitja 4 starfsmenn, sem skipaðir eru af Framkvæmdastjórn HSÍ:

 • Hjúkrunarforstjóri HSÍ
 • 1 Læknir
 • 1 Lyfjafræðingur
 • 1 Hjúkrunarfræðingur
Lyfjanefndin skiptir með sér verkum. Hún skal kjósa sér formann, sem jafnframt er talsmaður nefndarinnar, og ritara. Hún skal halda fundi a.m.k. mánaðarlega á tímabilinu frá 1. september til 31. maí og skrá fundargerðir. Engin tímamörk eru á setu starfsmanna í nefndinni. Getur starfsmaður hvenær sem er óskað eftir að hætta setu þar og skipar Framkvæmdastjórn þá annan í hans stað. Á sama hátt getur Framkvæmdastjórn skipt um starfsmann í nefndinni, ef ástæða er til.
 
Allar fundargerðir, plögg og ákvarðanir, sem frá Lyfjanefnd koma, skulu berast Framkvæmdastjórn HSÍ, til skoðunar og samþykktar. Lyfjanefnd skal jafnframt gera Framkvæmdastjórn reglulega grein fyrir störfum sínum.
 
Lyfjanefnd skal skila greinargerð um störf sín í ársskýrslu HSÍ.
Vefumsjón