A A A

Störf hjá stofnuninni eru auglýst á starfatorg.is

30.01 2013

Sjá reglur um auglýsingu starfa á starfatorg.is


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

HJÚKRUNARFRĆĐINGUR Á PATREKSFJÖRĐ

25.10 2017

HVEST á Patreksfirði óskar að ráða  hjúkrunarfræðing á legudeild og á heilsugæslustöð. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við hjúkrun á hjúkrunar- og legudeild og við heilsugæslu og heilsuvernd. Bakvaktir eru á móti öðrum hjúkrunarfræðingum á legudeildinni utan dagvinnu. Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði. Reynsla í heilsugæsluhjúkrun er æskileg.
 
Um er að ræða 80-100% fasta stöðufrá1. desember 2017, eða eftir nánara samkomulagi.

 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við FÍH og stofnanasamningi.

HVEST getur boðið húsnæði, ef þörf er á.
Nánari upplýsingar veitir Anna Árdís Helgadóttir, hjúkrunarstjóri, í s: 849 0530 og á anna@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2017.
 
Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. hjúkrunarstjóra, Stekkum 1, 450 Patreksfirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

                                                         


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

SJÚKRALIĐAR VIĐ HEIMAHJÚKRUN

12.09 2017

HVEST óskar að ráða sjúkraliða á Heimahjúkrunardeild á Ísafirði. Sjúkraliðarnir heimsækja, aðstoða og  annast um skjólstæðinga á heimilum þeirra. Vinnutími er á morgunvöktum alla daga og á 4 klst kvöldvöktum.
 

Um er að ræða 60-70% fastar eða tímabundnar stöður nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi.

Menntunarkröfur eru íslenskt sjúkraliðaleyfi.

 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SLFÍ og stofnanasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Heiða Björk Ólafsdóttir, deildarstjóri, í s: 860 7441 og á heidabjork@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 15. október 2017.
Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heiðu Bjarkar Ólafsdóttur, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

STARFSMENN VIĐ HEIMAHJÚKRUN

12.09 2017

HVEST óskar að ráða ófaglærðan starfsmann á Heimahjúkrunardeild á Ísafirði. Starfsmennirnir heimsækja, aðstoða og  annast um skjólstæðinga á heimilum þeirra. Vinnutími er á morgunvöktum alla daga og á 4 klst kvöldvöktum.
 

Um er að ræða 60-70% fastar eða tímabundnar stöður nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi.

Menntunarkröfur eru almenn menntun, en starfsreynsla við aðhlynningu sjúkra, eða aldraðra er æskileg

 
Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest og stofnanasamningi.


Nánari upplýsingar veitir Heiða Björk Ólafsdóttir, deildarstjóri, í s: 860 7441 og á heidabjork@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 15. október 2017.
Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heiðu Bjarkar Ólafsdóttur, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Starf í eldhúsi HVest

4.09 2017

Laust er starf í eldhúsi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að Torfnesi á Ísafirði.

Um er að ræða almennt starf en í því felst öll aðstoð við matráða stofnunarinnar. Vinnutími er frá kl. 7:00-15:00 alla virka daga auk helgarvakta. Laun eru skv. samningum VerkVest.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Jónsson matráður og Gestur Ívar Elíasson matráður í síma 450 4560 milli kl. 7:00-15:00 alla virka daga. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu HVest á opnunartíma sem er kl. 8:00-16:00 alla virka daga.

Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Hjúkrunarfrćđingur í skólahjúkrun í Bolungarvík

9.08 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði (HVEST) óskar að ráða hjúkrunarfræðing í skólahjúkrun í Bolungarvík frá 1. september 2017, eða skv. nánara samkomulagi.  Um er að ræða 30 % stöðu með vinnutíma virka daga á skólatíma. Vinnustaður er Grunnskóli Bolungarvíkur, auk heilsugæslusviðs HVEST.

Menntunar- og hæfniskröfur eru íslenskt hjúkrunarleyfi og almenn tölvukunnátta. Lögð er áhersla á að umsækjandi sýni frumkvæði og sjálfstæði í starfi og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsreynsla við heilsugæslu-, eða skólahjúkrun er æskileg.

 

Verkefni skólahjúkrunarfræðings eru m.a:

 • Viðvera í skólanum, móttaka og viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur.

 • Skólaskoðanir og bólusetningar.

 • Eftirfylgni með nemendum sem þurfa frekari aðstoð og þjónustu.

 • Fræðsluskylda í öllum bekkjum skólans.

 • Samvinna við aðra, sem að heilsuvernd og velferð barna koma, eins og lækna, sálfræðinga, geðteymi, skóla- og félagsmálayfirvöld o.s.frv.

 • Almenn störf hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði.

   

  Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við FÍH og stofnanasamningi.

  Nánari upplýsingar veitir Anette Hansen, deildarstjóri, í s: 450 4500 og á anette@hvest.is.

  Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2017.
   
  Vinsamlegast sendið umsóknir á anette@hvest.is eða til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, bt. Anette Hansen, Torfnesi, 400 Ísafirði.


  Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
  Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Hjúkrunarfrćđingur í skólahjúkrun í Ísafjarđarbć/Súđavík

9.08 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði (HVEST) óskar að ráða hjúkrunarfræðing í skólahjúkrun í afleysingarstöðu til 1 árs frá 1. janúar 2018, eða skv. nánara samkomulagi.  Um er að ræða 100 % stöðu með vinnutíma frá kl. 8-16 virka daga. Vinnustaðir eru grunnskólar í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi, auk heilsugæslusviðs HVEST.

Menntunar- og hæfniskröfur eru íslenskt hjúkrunarleyfi og almenn tölvukunnátta. Lögð er áhersla á að umsækjandi sýni frumkvæði og sjálfstæði í starfi og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsreynsla við heilsugæslu-, eða skólahjúkrun er æskileg.

                              

Verkefni skólahjúkrunarfræðings eru m.a:

 • Viðvera í skólunum, móttaka og viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur.

 • Skólaskoðanir og bólusetningar.

 • Eftirfylgni með nemendum sem þurfa frekari aðstoð og þjónustu.

 • Fræðsluskylda í öllum bekkjum skólanna.

 • Samvinna við aðra, sem að heilsuvernd og velferð barna koma, eins og lækna, sálfræðinga, geðteymi, skóla- og félagsmálayfirvöld o.s.frv.

 • Almenn störf hjúkrunarfræðings á heilsugæslusviði.

   

  Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við FÍH og stofnanasamningi.

  Nánari upplýsingar veita Anette Hansen, deildarstjóri, í s: 450 4500 og á anette@hvest.is og Henný Þrastardóttir, skólahjúkrunarfræðingur, í s: 860 7447 og henny@hvest.is.

   

  Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2017.
   
  Vinsamlegast sendið umsóknir á anette@hvest.is eða til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, bt. Anette Hansen, Torfnesi, 400 Ísafirði.


  Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is, undir viðkomandi starfsauglýsingu.
  Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

DEILDARRITARI Á BRÁĐADEILD

1.08 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði (HVEST) óskar að ráða deildarritara á Bráðadeild (blandaða hand- og lyflækningadeild) í afleysingarstöðu til 1 árs frá 15. september 2017, eða skv. nánara samkomulagi.  Um er að ræða 65-75% stöðu með vinnutíma frá kl. 8-13 (14) virka daga. 

Menntunar- og hæfniskröfur eru almenn menntun sem nýtist í starfi og tölvukunnátta. Lögð er áhersla á að umsækjandi sýni frumkvæði og sjálfstæði í starfi og góða hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Verkefni deildarritara eru m.a:

 • Yfirsýn/umsjón með inn- og útskrift sjúklinga í samvinnu við starfsmenn deildarinnar.

 • Yfirfer legukerfi daglega og leiðréttir eftir þörfum.

 • Pantar rannsóknir skv. fyrirmælum og vörur fyrir deildina.

 • Svarar í síma á vaktherbergi og kemur skilaboðum áleiðis.

 • Aðstoðar við flutninga sjúklinga í rannsóknir og skoðanir og sinnir öðrum þeim störfum sem honum eru falin af yfirmanni.

   

  Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við FOS-Vest og stofnanasamningi.

  Nánari upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri, í s: 869 8287 og á rannveig@hvest.is.

   

  Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2017.
   
  Vinsamlegast sendið umsóknir á rannveig@hvest.is eða til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, bt. Rannveigar Björnsdóttur, Torfnesi, 400 Ísafirði.


  Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
  Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

STARFSMAĐUR Á ENDURHĆFINGARDEILD

27.07 2017

HVEST óskar að ráða starfsmann á Endurhæfingardeild á Ísafirði. Um er að ræða 75% stöðu frá 1. september 2017, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Hæfnikröfur eru almenn menntun, almenn tölvukunnátta, jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar.

 

Helstu verkefni eru: Símsvörun, tímabókanir og skráningar, vinna og eftirlit í æfingasal,  umsjón með sundlaug og heitum potti, auk annars. Vinnutími er virka daga frá kl. 10-16.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi VerkVest og stofnanasamningi.
Nánari upplýsingar veitir Sigurveig Gunnarsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500, 450 558 og á veiga@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2017.
Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

FJÁRMÁLASTJÓRI

20.07 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) auglýsir til umsóknar stöðu fjármálastjóra frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi.  

Um er að ræða 80 - 100% stöðugildi. Fjármálastjóri ber ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar gagnvart forstjóra og framkvæmdastjórn og er yfirmaður bókhalds- og launaskrifstofu. Ráðið verður í stöðuna til fimm ára í senn. Næsti yfirmaður er forstjóri.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Hefur umsjón með fjármálum stofnunar og daglegum rekstri
 • Annast og ber ábyrgð á gerð fjárhags- og rekstraráætlana
 • Ber ábyrgð á og hefur eftirlit með launavinnslu og bókhaldi
 • Annast tölfræðiúrvinnslu og hefur eftirlit með rekstri deilda
 • Sinnir innra eftirliti, rýni og greiningarvinnu
 • Er tengiliður stofnunar við viðskiptaaðila og stofnanir
 • Getur gengið í störf undirmanna ef þörf krefur
 • Seta í samstarfsnefnd stofnunar við gerð stofnanasamninga

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
 • Þekking og/eða reynsla í gerð fjárhags- og rekstraráætlana
 • Þekking á bókhaldi og launavinnslu
 • Hæfni í tölfræði og úrvinnslu gagna
 • Reynsla af fjársýslukerfinu ORRA (Oracle) er æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Vilji og áhugi til að taka þátt í þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
 • Frumkvæði, heiðarleiki og nákvæmni eru mikilvægir kostir

 

Starfsstöð aðalskrifstofu HVest er á Ísafirði.Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri HVest, netf.; kba@hvest.is, s: 4504500 eða 8668696. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; kba@hvest.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

 

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa u.þ.b. 250 manns, en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum, heilsugæslu- hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilbrigðisumdæmið nær yfir sveitarfélögin, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Fyrri síđa
1
23456Nćsta síđa
Síđa 1 af 6
Vefumsjón