A A A

Þeir sem nota ákveðin lyf að staðaldri, geta pantað þau í gegnum síma.

Lyfjapantanir eru hjá móttökuritara heilsugæslunnar í s: 450-2000.  Pantanir eru teknar niður alla virka daga milli kl: 08:00 og 16:00. 

Þær lyfjaendurnýjanir sem borist hafa fyrir kl: 10:00 að morgni verða afgreiddar samdægurs, hinar næsta virka dag.

Nákvæmar upplýsingar um lyfið þarf að fylgja  (heiti - styrkur - dagskammtur)

Þetta fyrirkomulag á einungis við um lyfjaendurnýjanir, þ.e. lyf sem áður hefur verið ávísað af læknum Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði.

Hafi lyfjum verið ávísað af  læknum annarss staðar, þarf að hafa samband við lækni í símatíma eða með viðtali.

Til að lenda ekki í vandræðum, viljum við minna á að best er að endurnýja 2-3 dögum áður en síðasti lyfjaskammtur klárast.

Vefumsjón