A A A

Heilbrigđisstofnanir sameinađar

10.07 2014 | Ţröstur Óskarsson

9/7/2014                               

 • Velferðarráðuneytið
  Velferðarráðuneytið

Heilbrigðisráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana. Samkvæmt henni verða stofnanir sameinaðar í þremur heilbrigðisumdæmum. Með þessu telst lokið sameiningu heilbrigðisstofnana í  öllum heilbrigðisumdæmum landsins, eins lög um heilbrigðisþjónustu nr 40 frá 2007 gera ráð fyrir.

 • Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
 • Heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
 • Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og í Vestmannaeyjum verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Sameiningarnar taka gildi 1. október og taka þá nýir forstjórar við hinum sameinuðu stofnunum. Stöður forstjóranna þriggja verða auglýstar lausar til umsóknar og er umsóknarfrestur til 1. ágúst.

Markmiðið með sameiningu heilbrigðisstofnana er að styrkja rekstrar- og stjórnunareiningar, auka öryggi í búa með góðri heilbrigðisþjónustu og nýta fjármuni betur. Með sameiningum færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðuneyti til heimamanna.

Í aðdraganda sameininganna munu verðandi forstjórar ásamt starfsmönnum ráðuneytisins hafa samráð við sveitarstjórnarmenn á viðkomandi svæðum.

Bilun í símkerfi

2.05 2014 | Svavar Ţór Guđmundsson

Um kl. 5 í morgun kom upp bilun í símkerfi stofnunarinnar. Eftir nokkurt hökt varð ljóst að það er ekki að komast í gang og er nú beðið eftir varahlut frá Reykjavík. Vonast er til að kerfið komist í gang seinnipartinn í dag.

Starfsfólk stofnunarinnar biðst innilegrar afsökunar á þessu en þó er hægt að ná sambandi við hana í gegnum aðalnúmerið 450 4500. Þó er eingöngu farsími í notkun við svörun og því er ekki hægt að gefa símtöl áfram. Tímapöntun er hins vegar eins og venjulega en þó er von á einhverjum töfum vegna þessa.

Krabbameinsskođun

17.03 2014 | Ţröstur Óskarsson

Krabbameinsskoðun verður á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði dagana 18.-  20. mars næst komandi.

Tímapantanir eru í síma 450-4500 milli kl. 08 - 16.

Stofnfundur Hjúkrunarráđs HV

13.03 2014 | Hörđur Högnason

12. mars 2014 var haldinn stofnfundur Hjúkrunarráðs HV. Hjúkrunarráð og Læknaráð eru fagráð sem getið er í 15. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Í hjúkrunarráði sitja allir hjúkrunarfræðingar sem eru við störf á HV og hafa verið það í 3 mánuði eða lengur.

 

Hlutverk Hjúkrunarráðs HV er að:

 • Stuðla að því að hjúkrunin grundvallist ætíð á gildandi lögum, reglugerðum og siðareglum í samræmi við stefnu og markmið hjúkrunar á HV.
 • Vera faglegur og ráðgefandi aðili varðandi málefni er varða hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á HV, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu sjúkrahúss og heilsugæslu.
 • Vera ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og stjórnendur HV.
 • Hafa frumkvæði og vera vettvangur faglegra umræðna um hjúkrun.
 • Hvetja til þróunarvinnu með eflingu klínískra rannsókna í hjúkrun og tengslum við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum.
 • Taka til umfjöllunar og eða umsagnar málefni sem vísað er til ráðsins.

Stjórn Hjúkrunarráðsins skipa:

Sara Guðmundsdóttir, formaður

Hildur Elísabet Pétursdóttir

Jóhanna Oddsdóttir

Rakel Rut Ingvadóttir

 

Fundargerð stofnfundar, Starfsreglur Hjúkrunarráðsins og upplýsingar um stjórn eru á innra neti HV.

Allir á netiđ!

24.01 2014 | Svavar Ţór Guđmundsson

Ísfirska tæknifyrirtækið 3X-Technology fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu eigendur og stjórnendur að láta gott af sér leiða í bæjarfélaginu og gáfu öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða tvær spjaldtölvur. Þetta eru svokallaðar iPad-spjaldtölvur en þær hafa sannað gildi sitt á sambærilegum deildum víðs vegar um heim þar sem þær gefa skjólstæðingum og aðstandendum tækifæri til að tengjast veraldarvefnum og hafa þar með samskipti við ættingja og vini á auðveldan og ódýran hátt.

Á myndinni eru Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri öldrunardeildar, Hildur Elísabet Pétursdóttir aðstoðardeildarstjóri og Gunnhildur Gestsdóttir frá 3X-Technology sem afhenti spjaldtölvurnar fyrir hönd fyrirtækisins.

Starfsfólk stofnunarinnar vill þakka kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf með þeirri vissu að nú munu fara í hönd spennandi tæknitímar á öldrunardeildinni.

Vefumsjón