Í kaffi velunnara FSÍ í gær var sýnt nýtt fæðingarrúm sem keypt hefur verið fyrir framlög í Minningarsjóð FSÍ um Úlf Gunnarsson fv. yfirlækni.

 Í kaffið í gær mætti hópur velunnara stofnunarinnar og fékk tækifæri til að skoða það helsta sem stofnuninni hefur borist að gjöf undanfarin tvö ár. 

Segja má að samtakamáttur velunnaranna hafi verið vel sýnilegur þar sem stofnuinni voru færðar miklar og höfðinglegar gjafir.

Kvenfélögin á Vestfjörðum ásamt hópi annara velunnara hafa gert Minningarsjóði FSÍ kleyft að kaupa nýtt fæðingarrúm fyrir fæðingardeild sjúkrahússins. 
Sérstaklega er gaman að geta þess að nokkur börn héldu tombólu til styrktar fæðingardeildinni og sýnir það betur en margt annað hvað hópur velunnara sjúkrahússins er stór.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hluta gefenda við hið nýja fæðingarrúm


Höf.:ÞÓ