Enn sýnir Vestfirskt samfélag hvers það er megnugt. Ragnhildur Ágústsdóttir og Guðjón Þorsteinsson fengu þá hugmynd að safna fyrir sjónvörpum á deildir stofnunarinnar enda höfðu þau séð hve rík þörf var á. Þau lögðust á árarnar og uppskáru 10 sjónvarpsstæki og tvo DVD-spilara sem fyrirtæki á svæðinu gefa til endurnýjunar þess gamla búnaðar sem þegar er á sjúkrahúsinu. Fyrirtækin eru Dress Up Games, Landsbankinn, Orkubúið, Íslandsbanki, VÍS auk tveggja fyrirtækja sem vilja gæta nafnleyndar. Snerpa og Sjónvarpsmiðstöðin í Reykjavík lögðu verkefninu einnig lið.

Starfsfólk stofnunarinnar vill þakka öllum þessum aðilum af heilum hug fyrir alúð og velvilja í garð stofnunarinnar.


Ragnhildur og Guðjón ásamt Þresti framkvæmdastjóra og Rannveigu deildarstjóra bráða-/öldrunardeilda.

Höf.:SÞG