Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar tvær stöður sálfræðinga við heilsugæslu stofnunarinnar.  Verið er að efla geðheilbrigðisþjónustuna í anda Geðheilbrigðisáætlunar Velferðarráðuneytisins til 2020. Æskilegt er að viðkomandi sálfræðingar geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt samkomulagi.

 

Um er að ræða tvær stöður í 75% starfshlutfalli, annars vegar við greiningu og meðferð barna og ungmenna að 18 ára aldri og svo hins vegar fyrir fullorðna frá 18 ára aldri. Báðir vinna eftir forgangsröðun m.t.t. til eðli vanda og veikinda. Forgangsröðun tekur mið af staðbundnum aðstæðum og er gerð í samvinnu við geðheilsuteymi heilsugæslunnar. Aðalstarfsstöðin er á Heilsugæslunni Ísafirði, en gert ráð fyrir móttöku sálfræðings í 2-3 daga í hverju mánuði á Heilsugæslunni á Patreksfirði, sem starfandi sálfræðingar sinna til skiptis.

Boðið er upp á aðstöðu fyrir viðkomandi sálfræðinga til þess að sinna sjálfstæðri klínískri móttöku í 20% starfi.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Sálfræðingar starfa í náinni samvinnu með læknum og hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar, sem og við skóla og félagsþjónustu á viðkomandi svæði. Mikið samstarf er einnig við Barna-og Unglingageðdeild Landspítalans.
  • Tilvísun frá lækni er skilyrði fyrir þjónustu sálfræðings.
  • Í starfinu felst móttaka sjúklinga á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og Patreksfirði.
  • Starfar sjálfstætt og í þverfaglegu teymi með sjúklinga og við uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum.
  • Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hafa lokið klínísku námi í sálfræði og hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis.
  • Hafa þekkingu og reynslu á gagnreyndum aðferðum.
  • Hafa reynslu af greiningu og meðferð annars vegar barna og hins vegar fullorðinna með geðrænan vanda.
  • Viðkomandi þarf að búa yfir mjög góðum samskiptahæfileikum, vera jákvæður og sýna öðrum virðingu í hvívetna.
  • Hafa áhuga, getu og faglegan metnað til að bæði starfa sjálfstætt og í teymi.
  • Hafi góða almenna tölvukunnáttu.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Hafa áhuga á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármálaráðherra og Sálfræðingafélag Íslands og stofnanasamningi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Ólafsdóttir yfirlæknir heilsugæslu HVest, mariao@hvest.is  eða í s: 450 4500.  

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2018. Í umsóknum skal taka fram hvort viðkomandi sæki um stöðu fyrir meðferð á börðnum eða fullorðna. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt staðfestu afrit af opinberu starfsleyfi og skilað rafrænt á netfangið; mariao@hvest.is .

Höf.:HH