Árið 2005 fór af stað söfnun til kaupa á sneiðmyndatæki fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði (áður HSÍ). Keypt var notað tæki fyrir hluta söfnunarfjárins, en því miður bilaði tækið á síðastliðnu ári. Liðlega 1.300 einstaklingar höfðu verið rannsakaðir í tækinu hér á Ísafirði.

 

Mikilvægi þess að hafa slíkt tæki til staðar á stofnuninni er því óumdeilanlegt með tilliti til styttri rannsóknartíma, markvissari árangurs í sjúkdómsgreiningum og minni kostnaðar þeirra sem notið geta slíkrar rannsóknar á heimaslóðum.

 

Söfnunin 2005 gekk svo vel að hún skilaði nálega tvöföldu kaupverði tækisins og hafa þeir fjármunir notið ágætrar ávöxtunar. Þegar lagt var mat á viðgerðarkostnað og rekstraröryggi hins gamla tækis, þá var jafnframt leitað tilboða í nýtt tæki, enda hafa ný tæki lækkað verulega í verði þrátt fyrir veikingu krónunnar.

 

Meðal annarra barst  tilboð frá framleiðanda hins eldra 4 sneiða tækis um að skipta því út fyrir nýtt 16 sneiða tæki. Tilboðið hljóðaði upp á milligreiðslu fyrir liðlega 40 milljónir króna. Stjórn Úlfssjóðs taldi þetta tilboð það hagstætt að ákveðið var að leggjast í framhaldssöfnun og hefur hún gengið með ágætum.  Tækið er komið í hús og verið er að vinna að uppsetningu þess.

 

Enn vantar þó herslumun á að endar nái saman og því hefur verið ákveðið að leita til fyrirtækja og almennings um frjáls framlög til söfnunarinnar.

 

Úlfssjóður, sem stendur fyrir söfnuninni hefur stofnað söfnunarreikning í Sparisjóðnum.  Það væri sannarlega fengur í aðstoð þinni og viljum við í því sambandi benda á  reikning nr. 1128-05-2051   kt. 430210-0170.

 

Eins og máltækið segir :   Margt smátt ? eitt stórt !

 

 

 

Í stjórn Úlfssjóðs eru:

Þorsteinn Jóhannesson formaður

Eiríkur Finnur Greipsson

Gísli Jón Hjaltason

Hörður Högnason


Höf.:ÞÓ