Anna Árdís Helgadóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri stofnunarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Anna Árdís er fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún útskrifaðist með Bs-gráðu í Hjúkrunarfræði vorið 2001. Frá útskrift til ársins 2008 vann hún sem hjúkrunarfræðingur á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri en var þá ráðin  hjúkrunarforstjóri þess til vors 2011. Tók hún þá við hjúkrunarforstjórastarfi á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu allt til hausts 2013 þegar hún flutti vestur á Tálknafjörð ásamt manni sínum. Þann fyrsta nóvember 2013 var hún síðan ráðin sem hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnunina á  Patreksfirði. Anna er gift Indriða Indriðasyni, sveitarstjóra á Tálknafirði. Eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn.


Höf.:SÞG