Endurhæfingardeild HVest hlaut gjöf frá Oddfellowstúkunni Þórey á Ísafirði á dögunum. Um svokallað flot- eða sundvesti er að ræða en það auðveldar allar sundferðir fatlaðra enda ekki lengur þörf á að halda á viðkomandi eða treysta á armkúta eða annan lítt sérhæfðan flotbúnað. Þess ber að geta að flotvestið hentar líka ágætlega þeim sem eru að þjálfa sig upp eftir meiðsli.


Flotvestið í fyrstu notkun (Sigurveig Gunnarsdóttir vildi ekki vera með á myndinni, þannig að þið leiðið hana bara hjá ykkur).

Höf.:SÞG