Ísfirska tæknifyrirtækið 3X-Technology fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu eigendur og stjórnendur að láta gott af sér leiða í bæjarfélaginu og gáfu öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða tvær spjaldtölvur. Þetta eru svokallaðar iPad-spjaldtölvur en þær hafa sannað gildi sitt á sambærilegum deildum víðs vegar um heim þar sem þær gefa skjólstæðingum og aðstandendum tækifæri til að tengjast veraldarvefnum og hafa þar með samskipti við ættingja og vini á auðveldan og ódýran hátt.

Á myndinni eru Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri öldrunardeildar, Hildur Elísabet Pétursdóttir aðstoðardeildarstjóri og Gunnhildur Gestsdóttir frá 3X-Technology sem afhenti spjaldtölvurnar fyrir hönd fyrirtækisins.

Starfsfólk stofnunarinnar vill þakka kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf með þeirri vissu að nú munu fara í hönd spennandi tæknitímar á öldrunardeildinni.


Höf.:SÞG