A A A

Umsćkjendur um stöđu framkvćmdastjóra hjúkrunar, lćkninga og yfirlćknis heilsugćslunnar

26.11 2014 | Ţröstur Óskarsson

Samtals bárust 6 umsóknir um stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlæknis heilsugæslunnar hjá nýrri Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST). Stofnunin tók til starfa 1. október síðastliðinn við sameiningu Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði (HSP) og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST).

 

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar:

 • Anna Árdís Helgadóttir (hjúkrunarfræðingur HVEST – Patreksfirði)
 • Hörður Högnason (framkvæmdastjóri hjúkrunar HVEST)
 • Þórunn Pálsdóttir (hjúkrunarfræðingur HVEST – Ísafirði)

 

Umsækjandi um starf framkvæmdastjóra lækninga:

 • Hallgrímur Kjartansson (framkvæmdastjóri lækninga – HVEST – Patreksfirði)
 • Þorsteinn Jóhannesson (framkvæmdastjóri lækninga HVEST – Ísafirði)

 

Umsækjandi um starf yfirlæknis heilsugæslu:

 • Hallgrímur Kjartansson (framkvæmdastjóri lækninga – HVEST – Patreksfirði)

Bleikur dagur í dag

16.10 2014 | Ţröstur Óskarsson
Glćsilegur hópur í bleiku í tilefni dagsins
Glćsilegur hópur í bleiku í tilefni dagsins

Starfsfólkið lætur ekki sitt eftir liggja við að vekja athygli á bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini.

Fundur fulltrúa Velferđarráđuneytis međ starfsfólki

14.10 2014 | Ţröstur Óskarsson

Sæl öll

Þar sem fulltrúi Velferðarráðuneytisins Fjóla María Ágústsdóttir komst ekki á áður auglýsta fundartíma er komin ný tímasetning á fundi hennar með starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

 

Sameining heilbrigðisstofnana kynningar- og vinnufundir verða sem hér segir:

 • Starfsfólk á sunnanverðum Vestfjörðum er hér með boðað á fund í matsal stofnunarinnar á Patreksfirði mánudaginn 20. október sbr. neðangreinda dagskrá.
 • Fundur frá kl. 13:30 – 15:30
 • Starfsfólk á norðanverðum Vestfjörðum er hér með boðað á fund í matsal á Torfnesi þriðjudaginn 21. október sbr. neðangreinda dagskrá. Sama dagskrá er á öllum fundunum.
 • Fyrri fundurinn 12:30 – 14:30
 • Seinni fundurinn 14:45 – 16:45

 

Mikilvægt er að sem flestir mæti og að stjórnendur deilda hliðri til eins og kostur er.

Árleg bólusetning gegn inflúensu

13.10 2014 | Ţröstur Óskarsson

Inflúensubólusetningar hefjast 15. október og verða til 28. nóvember 2014.

 

Bólusett er alla virka daga frá kl. 14:30 til kl. 15:30 á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og á opnunartíma í Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík, Flateyri og Þingeyri.

 

Nauðsynlegt er að panta tíma í síma 450-4500

 

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald á heilsugæslustöðina en einstaklingur 60 ára og eldri og þeir sem tilheyra eftirtöldum áhættuhópum fá bóluefni sér að kostnaðarlausu. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskríteinum við komuna.

 

Sóttvarnalæknir mælist til þess að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.

 • Allir einstaklingar 60 ára og eldri
 • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna, og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
 • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan
 • Þungaðar konur

Bađlyfta gefin til legudeilda

12.09 2014 | Svavar Ţór Guđmundsson

Legudeildir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fengu afhenta baðlyftu á dögunum en hún er gjöf frá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru ehf og Minningarsjóði Margrétar Leósdóttur. Lyftan er mikið þarfaþing, hún getur lyft sjúklingi í liggjandi eða sitjandi stöðu allt frá gólfhæð upp í rúman metra frá gólfi. Þannig er nú hægt að baða með lítilli fyrirhöfn, hvort sem um er að ræða í sturtu eða baðkari, alla þá sem erfitt eiga með hreyfingu. Lyftan er knúin rafmótor og er með innbyggða vigt.

 

Starfsfólk stofnunarinnar færir HG og forsvarsaðilum Minningarsjóðs Margrétar Leósdóttur innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Fyrri síđa
1
234567394041Nćsta síđa
Síđa 1 af 41
Vefumsjón